I. Um vefinn
Forseta kirkjuþings er skylt samkvæmt lögum um þjóðkirkjuna nr. 77/2021 að birta efni frá þinginu á opnum vef. Vefur þessi er starfræktur til að uppfylla þá skyldu.
Aðgengileiki
Áreiðanleiki
Gagnsemi
eru einnig markmið með þessum vef kirkjuþings.
Ritstjóri er Guðmundur Þór Guðmundsson, lögfræðingur kirkjuþings (gudmundur hjá kirkjan.is) s. 856 1530.
Meiri gagnlegar upplýsingar er að finna á þessum vef en á þeim gamla. Má þar t.d. nefna nýtt yfirlit yfir allar nefndir sem kirkjuþing kýs eða tilnefnir í sem og Gerðir kirkjuþings frá upphafi (1958).
Styttri leiðir eru almennt að upplýsingum og leitarmöguleikar eru betri.
Vefumsjónarkerfið er frá tölvurisanum Alphabet.Inc. Google (sites.google.com) og kemur í stað gamals og úrelts Lisa kerfis.
II. Næstu skref
Vefur þessi verður áfram í þróun og aukið við efni hans eftir því sem þurfa þykir.
Stefnt er að því að vefsvæði kirkjuþings verði samþætt nýjum vef kirkjunnar.
III. Gamli vefurinn
Gamli vefur kirkjuþings á kirkjan.is verður áfram til staðar um sinn. Nýi vefurinn gildir þó framar þeim gamla ef á milli skilur.