I. Hlutverk
Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar starfar samkvæmt starfsreglum kirkjuþings nr. 36/2022-2023. Nefndin skal úrskurða í málum vegna ágreinings á kirkjulegum vettvangi eða þegar starfsmaður eða trúnaðarmaður þjóðkirkjunnar er borinn sökum um agabrot eða annað brot í starfi.
Með ágreiningi á kirkjulegum vettvangi er átt við ágreining sem varðar með einhverjum hætti kirkjulegt starf eða starfsemi á vegum kirkjunnar.
Úrskurðarnefndin fjallar ekki um málefni sem varða ráðningar og starfslok starfsfólks þjóðkirkjunnar.
II. Hverjir geta borið mál undir nefndina?
Allir, sem hagsmuna eiga að gæta, geta borið mál undir úrskurðarnefnd.
III. Nefndin
Aðalmenn:
Berglind Svavarsdóttir, lögmaður, formaður (skipuð af biskupi Íslands)
Elsa Þorkelsdóttir, lögfræðingur
Sr. Hreinn Hákonarson, fyrrv. sérþjónustuprestur
Varamenn:
Einar Hugi Bjarnason , lögmaður, varaformaður skipaður af biskupi Íslands)
Sr. Birgir Ásgeirsson, fyrrv. sóknarprestur
Sigrún Benediktsdóttir, lögfræðingur
Starfstími nefndarinnar er 2022 -2026.
IV. Erindi til nefndarinnar
Erindi til nefndarinnar skal senda rafrænt á netfangið urskurdarnefnd hjá kirkjan.is
V. Úrskurðir nefndarinnar frá 1999
Úrskurðir úrskurðarnefndar eru aðgengilegir hér